Innlent

Markar upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum

MYND/Vísir

Íslandsbanki hefur keypt alla hluti í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA. Kaupverð er ekki gefið upp. Fram kemur í fréttatilkynningu að kaupin marki upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðnum en það hefur verið yfirlýst markmið bankans að fara inn á markaðinn frá því hann keypti Kredittbanken árið 2004 og BN-bank í fyrra. Norse Securities var stofnað árið 1973 en hjá félaginu starfa 47 manns. Meginstarfsemi félagsins er verðbréfamiðlun og ráðgjöf um eignasöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×