Hver er hvers? 26. ágúst 2005 00:01 Það kostaði um tíu milljónir að gera upp á milli formannsefnanna Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hjá Samfylkingunni. Eflaust kostaði líka mikla peninga að gera upp á milli Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar á sínum tíma. Það kostar líka mikið að halda úti kosningabaráttu fyrir heilu flokkana. En hvað sem öll þessi barátta kostar og hversu margir sem liggja eftir átökin og sama hversu mikið hefur verið tekist á og hversu stór orð hafi fallið eiga nær allir frambjóðendur í stjórnmálum á Íslandi eitt sameiginlegt, þeir upplýsa ekki þjóðina um það hverjir borga milljónir á milljónir ofan til að tryggja Össuri eða Ingibjörgu eða Davíð eða Þorsteini eða Sjálfstæðisflokki eða Framsókn eða Samfylkingu eða Vinstri grænum framtíð í stjórnmálum. Þjóðin hefur ekki kost á að athuga hvort frambjóðendurnir sem ná kjöri eigi það til að borga til baka í störfum sínum framlögin sem þeir þáðu. Hversu mikið sem stjórnmálamenn takast á skulu þeir standa saman um leyndina. Þar skera þeir sig frá því sem gerist í öðrum löndum. Meira að segja segja okkar stjórnmálamenn að það gæti orðið lýðræðinu hættulegt ef þjóðin vissi hverjir borga flokkunum og þingmönnunum. Að lög í öðrum löndum sem tryggja að upplýsingarnar séu gerðar opinberar séu lýðræðinu hættuleg. Þessu trúir ekki nokkur maður, ekki heldur þeir sem halda þessu samt fram í hvert sinn sem bent er á ruglið. Það gengur ekki endalaust að benda á aðra. Það er tækifæri nú fyrir Össur og Ingibjörgu Sólrúnu að sýna gott fordæmi og upplýsa þjóðina um það hvaða fyrirtæki og félög stóðu straum af kostnaði við framboð þeirra til embættis formanns Samfylkingarinnar. Sennilega verður þetta tækifæri ekki nýtt frekar en öll hin. Stjórnmálamenn hika ekki við að gagnrýna svo margt. Þeir liggja ekki á skoðunum sínum, sem betur fer. Hitt er annað að það leysir þá alls ekki frá þeirri kröfu að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum. Sveitastjórnarkosningar eru framundan sem munu kosta verulega mikla peninga. Áður en til þeirra kemur verða mörg bræðravíg, þar sem fleiri vilja komast í bestu sæti framboðslista en pláss er fyrir. Þess vegna verður tekist á og miklu til kostað. Fyrirfram er það nokkuð víst að allir frambjóðendurnir og allir flokkarnir munu enn og aftur gefa kjósendum langt nef þegar kemur að því að skýra frá því hverjir hafa gengið í liðið með peninga og kostað flokkana og frambjóðendurna í valdastóla. Það á eftir að upplýsast hverjir kosta flokkana og stjórnmálamennina, kannski ekki strax en sérstaða Íslands hvað þetta varðar verður ekki eilíf. En hvers vegna haldið er dauðahaldi í leyndina geta þeir einir svarað sem ekkert vilja segja, okkur hin getur í mesta lagið grunað að þiggjendurnir hafi eitthvað að fela. En hvað það er skýrist síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það kostaði um tíu milljónir að gera upp á milli formannsefnanna Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hjá Samfylkingunni. Eflaust kostaði líka mikla peninga að gera upp á milli Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar á sínum tíma. Það kostar líka mikið að halda úti kosningabaráttu fyrir heilu flokkana. En hvað sem öll þessi barátta kostar og hversu margir sem liggja eftir átökin og sama hversu mikið hefur verið tekist á og hversu stór orð hafi fallið eiga nær allir frambjóðendur í stjórnmálum á Íslandi eitt sameiginlegt, þeir upplýsa ekki þjóðina um það hverjir borga milljónir á milljónir ofan til að tryggja Össuri eða Ingibjörgu eða Davíð eða Þorsteini eða Sjálfstæðisflokki eða Framsókn eða Samfylkingu eða Vinstri grænum framtíð í stjórnmálum. Þjóðin hefur ekki kost á að athuga hvort frambjóðendurnir sem ná kjöri eigi það til að borga til baka í störfum sínum framlögin sem þeir þáðu. Hversu mikið sem stjórnmálamenn takast á skulu þeir standa saman um leyndina. Þar skera þeir sig frá því sem gerist í öðrum löndum. Meira að segja segja okkar stjórnmálamenn að það gæti orðið lýðræðinu hættulegt ef þjóðin vissi hverjir borga flokkunum og þingmönnunum. Að lög í öðrum löndum sem tryggja að upplýsingarnar séu gerðar opinberar séu lýðræðinu hættuleg. Þessu trúir ekki nokkur maður, ekki heldur þeir sem halda þessu samt fram í hvert sinn sem bent er á ruglið. Það gengur ekki endalaust að benda á aðra. Það er tækifæri nú fyrir Össur og Ingibjörgu Sólrúnu að sýna gott fordæmi og upplýsa þjóðina um það hvaða fyrirtæki og félög stóðu straum af kostnaði við framboð þeirra til embættis formanns Samfylkingarinnar. Sennilega verður þetta tækifæri ekki nýtt frekar en öll hin. Stjórnmálamenn hika ekki við að gagnrýna svo margt. Þeir liggja ekki á skoðunum sínum, sem betur fer. Hitt er annað að það leysir þá alls ekki frá þeirri kröfu að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum. Sveitastjórnarkosningar eru framundan sem munu kosta verulega mikla peninga. Áður en til þeirra kemur verða mörg bræðravíg, þar sem fleiri vilja komast í bestu sæti framboðslista en pláss er fyrir. Þess vegna verður tekist á og miklu til kostað. Fyrirfram er það nokkuð víst að allir frambjóðendurnir og allir flokkarnir munu enn og aftur gefa kjósendum langt nef þegar kemur að því að skýra frá því hverjir hafa gengið í liðið með peninga og kostað flokkana og frambjóðendurna í valdastóla. Það á eftir að upplýsast hverjir kosta flokkana og stjórnmálamennina, kannski ekki strax en sérstaða Íslands hvað þetta varðar verður ekki eilíf. En hvers vegna haldið er dauðahaldi í leyndina geta þeir einir svarað sem ekkert vilja segja, okkur hin getur í mesta lagið grunað að þiggjendurnir hafi eitthvað að fela. En hvað það er skýrist síðar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun