Segir Mjólkursamsöluna hafa hlunnfarið sig 7. desember 2005 12:15 Í húsnæði Mjólkursamsölunnar. Bóndi hefur stefnt Mjólkursamsölunni fyrir að hafa hlunnfarið sig við uppgjör á stofnfjársjóði Samsölunnar. Sams konar mál varða um 500 aðra bændur sem samanlagt ættu tugmilljóna króna kröfu á Samsöluna ef dómstólar fallast á kröfu bóndans. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, var nýlega hættur kúabúskap þegar stjórn Samsölunnar ákvað að úthýsa 500 fyrrverandi mjólkurframleiðendum á einu bretti úr félaginu, gera upp við þá framlag þeirra í stofnsjóði samkvæmt gömlum reglum, en uppfæra svo sjóðinn strax á eftir, samkvæmt nýjum samþykktum þannig að bændurnir 500 fengu ekki nema brot af því sem þeir hefðu fengið samkvæmt nýju uppfærslunni. Dæmi Sigurbjörns er þannig að hann fékk 227 þúsund krónur greiddar, en með uppfærslunni hefði sú tala margfaldast, og orðið tæplega ein og hálf milljón króna. Dómsmálaráðherra hefur veitt Sigurbirni gjafsókn í málinu, sem snýst um það að Sigurbirni og þar með 500 öðrum bændum, sem voru eigendur að Mjólkursamsölunni, var úthýst úr félaginu með ólögmætum hætti, að mati Sigurbjörns. Þess vegna nutu þeir ekki uppfærslu á stofnsjóðnum. Sigurbjörn sagði í viðtali við NFS í morgun að hann hafi leitað allra leiða til að ná sáttum í málinu við stjórn Samsölunnar, og auk þess l leitað á náðir landbúnaðarráðherra, sem tekið hafi málaleitan hans vel,en allt án árangurs. Þrautalendingin sé því að fara með málið fyrir dómnstóla. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Sjá meira
Bóndi hefur stefnt Mjólkursamsölunni fyrir að hafa hlunnfarið sig við uppgjör á stofnfjársjóði Samsölunnar. Sams konar mál varða um 500 aðra bændur sem samanlagt ættu tugmilljóna króna kröfu á Samsöluna ef dómstólar fallast á kröfu bóndans. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, var nýlega hættur kúabúskap þegar stjórn Samsölunnar ákvað að úthýsa 500 fyrrverandi mjólkurframleiðendum á einu bretti úr félaginu, gera upp við þá framlag þeirra í stofnsjóði samkvæmt gömlum reglum, en uppfæra svo sjóðinn strax á eftir, samkvæmt nýjum samþykktum þannig að bændurnir 500 fengu ekki nema brot af því sem þeir hefðu fengið samkvæmt nýju uppfærslunni. Dæmi Sigurbjörns er þannig að hann fékk 227 þúsund krónur greiddar, en með uppfærslunni hefði sú tala margfaldast, og orðið tæplega ein og hálf milljón króna. Dómsmálaráðherra hefur veitt Sigurbirni gjafsókn í málinu, sem snýst um það að Sigurbirni og þar með 500 öðrum bændum, sem voru eigendur að Mjólkursamsölunni, var úthýst úr félaginu með ólögmætum hætti, að mati Sigurbjörns. Þess vegna nutu þeir ekki uppfærslu á stofnsjóðnum. Sigurbjörn sagði í viðtali við NFS í morgun að hann hafi leitað allra leiða til að ná sáttum í málinu við stjórn Samsölunnar, og auk þess l leitað á náðir landbúnaðarráðherra, sem tekið hafi málaleitan hans vel,en allt án árangurs. Þrautalendingin sé því að fara með málið fyrir dómnstóla.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Sjá meira