Innlent

Ríkisstjórnin sór embættiseið

Fyrsta lýðræðislega kjörna ríkisstjórnin í Írak í hálfa öld sór embættiseið í dag. Þrjá mánuði tók að mynda stjórnina eftir kosningarnar sem fram fóru í janúar. Enn eru sjö ráðherraembætti laus, þar á meðal embætti olíumálaráðherra. Flest hafa þau verið tekin frá fyrir súnní-múslima en illa hefur gengið að fá leiðtoga þeirra til að taka sæti í stjórninni. Forsætisráðherrann al-Jaafari sagði markmið ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst að reyna að tryggja öryggi borgaranna og auka velsæld í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×