Thatcher umbylti bresku samfélagi 3. maí 2005 00:01 Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher. Bretland samtímans er nútímalegt markaðssamfélag án hafta og afturhaldssemi. En 1974 var því öðruvísi farið: Edward Heath, þáverandi leiðtogi íhaldsmanna, var andsnúinn kapítalisma og meðal pólitískra fyrirmynda hans voru Josef Tito, Fidel Castro og Mao Zedong. Fimm árum síðar var járnfrúin Margaret Thatcher komin á kreik, leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í kosningum og leiddi byltingu á bresku samfélagi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Thatcher í rauninni bæði hafa breytt Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Sá fyrrnefndi hafi verið yfirstéttarflokkur og mjög gamaldags, eins og reyndar Bretland allt, sem stóð í vegi fyrir tækniframförum og alls kyns umbótum. Ólafur segir Thatcher ekki hafa passað mjög vel inn í hóp gömlu yfirstéttarkallanna og lagt megináherslu á markaðinn, nútímalegt samfélag og samkeppni. En nú láta forystumenn Íhaldsflokksins sem Thatcher sé ekki til á meðan Blair, Brown og félagar ræða um efnahagsstefnu hennar eins og hálfgert nýja testamenti. Af hverju? Ólafur segir Verkamannaflokkinn hafa færst nær miðjunni og í rauninni ekki vera neitt fjarri því sem Thatcher var að gera. Báðir flokkarnir hafa því færst til hægri og því er Íhaldsflokkurinn í augum margra jafnógirnilegur kostur og Verkamannaflokkurinn var á níunda áratugnum. Nú er járnfrúin mörgum kjósendum gleymd og í fyrsta sinn í hálfa öld tekur hún ekki þátt í kosningabaráttunni, enda bæði fullorðin og sögð ósátt við flokkinn. Ólafur segir að arfleifð hennar verði sú að hún hafi verið leiðtoginn sem breytti Bretlandi frá gamla tímanum til nýja tímans. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher. Bretland samtímans er nútímalegt markaðssamfélag án hafta og afturhaldssemi. En 1974 var því öðruvísi farið: Edward Heath, þáverandi leiðtogi íhaldsmanna, var andsnúinn kapítalisma og meðal pólitískra fyrirmynda hans voru Josef Tito, Fidel Castro og Mao Zedong. Fimm árum síðar var járnfrúin Margaret Thatcher komin á kreik, leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í kosningum og leiddi byltingu á bresku samfélagi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Thatcher í rauninni bæði hafa breytt Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Sá fyrrnefndi hafi verið yfirstéttarflokkur og mjög gamaldags, eins og reyndar Bretland allt, sem stóð í vegi fyrir tækniframförum og alls kyns umbótum. Ólafur segir Thatcher ekki hafa passað mjög vel inn í hóp gömlu yfirstéttarkallanna og lagt megináherslu á markaðinn, nútímalegt samfélag og samkeppni. En nú láta forystumenn Íhaldsflokksins sem Thatcher sé ekki til á meðan Blair, Brown og félagar ræða um efnahagsstefnu hennar eins og hálfgert nýja testamenti. Af hverju? Ólafur segir Verkamannaflokkinn hafa færst nær miðjunni og í rauninni ekki vera neitt fjarri því sem Thatcher var að gera. Báðir flokkarnir hafa því færst til hægri og því er Íhaldsflokkurinn í augum margra jafnógirnilegur kostur og Verkamannaflokkurinn var á níunda áratugnum. Nú er járnfrúin mörgum kjósendum gleymd og í fyrsta sinn í hálfa öld tekur hún ekki þátt í kosningabaráttunni, enda bæði fullorðin og sögð ósátt við flokkinn. Ólafur segir að arfleifð hennar verði sú að hún hafi verið leiðtoginn sem breytti Bretlandi frá gamla tímanum til nýja tímans.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira