Óráðsía og blekkingar fyrir austan 6. maí 2005 00:01 "Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart," segir Magni Kristjánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlutinn í bæjarstjórn sat hjá við afgreiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Auk Magna sat hjá Hallfríður Bjarnadóttir einnig frá Sjálfstæðisflokknum og Ásmundur Páll Hjaltason frá Biðlistanum. Segir Magni að ársreikningurinn líti bærilega út enn eitt árið en ástæða þess sé einfaldlega sú að framkvæmdir sitji á hakanum og frestað sé mánuðum saman að ráða í lausar stöður innan bæjarfélagsins. "Það segir sig sjálft að spara má mikla fjármuni með því að skjóta slíku á frest og það hefur meirihlutinn gert ítrekað. Hér má segja að fjölmargar framkvæmdir sem staðið hafa fyrir dyrum og beðið er eftir sé slegið á frest sem veldur því að verktakar og húsbyggjendur geta ekki hafist handa á réttum tíma. Það er mikið kvartað út af því sem er afar bagalegt hjá sveitarfélagi sem vitað hefur verið í langan tíma að með stóriðju yrði fyrirsjáanlegur mikill uppgangur. Ýmis verk sem skipuleggja mátti með góðum fyrirvara sitja föst vegna skipulagsleysis bæjarstjórnar." Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, segir eðlilegt að áætlanir taki breytingum og það gildi einnig um Fjarðabyggð. "Framkvæmdaáætlanir eru eðlilega endurskoðaðar með jöfnu millibili með tilliti til fjárhagsáætlana. Þess utan getur forgangsröðun verkefna tekið ófyrirséðum breytingum og oft á tíðum ætla menn sér meira en minna í sínum áætlunum. Þetta á við um flestöll sveitarfélög og er ekkert sem á að koma bæjarfulltrúum á óvart og því botna ég ekki í bókunum á borð við þá sem minnihlutinn lét frá sér fara. Slík bókun gefur það í skyn að bæjarfulltrúar hafi eitthvað með það að gera hvernig ársreikningur er gerður. Slíkur reikningur er gerður af löggiltum endurskoðendum eftir reikningsskilavenjum og leggja þar starfsheiður sinn að veði. Slík bókun dæmir sig sjálf." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
"Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart," segir Magni Kristjánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlutinn í bæjarstjórn sat hjá við afgreiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Auk Magna sat hjá Hallfríður Bjarnadóttir einnig frá Sjálfstæðisflokknum og Ásmundur Páll Hjaltason frá Biðlistanum. Segir Magni að ársreikningurinn líti bærilega út enn eitt árið en ástæða þess sé einfaldlega sú að framkvæmdir sitji á hakanum og frestað sé mánuðum saman að ráða í lausar stöður innan bæjarfélagsins. "Það segir sig sjálft að spara má mikla fjármuni með því að skjóta slíku á frest og það hefur meirihlutinn gert ítrekað. Hér má segja að fjölmargar framkvæmdir sem staðið hafa fyrir dyrum og beðið er eftir sé slegið á frest sem veldur því að verktakar og húsbyggjendur geta ekki hafist handa á réttum tíma. Það er mikið kvartað út af því sem er afar bagalegt hjá sveitarfélagi sem vitað hefur verið í langan tíma að með stóriðju yrði fyrirsjáanlegur mikill uppgangur. Ýmis verk sem skipuleggja mátti með góðum fyrirvara sitja föst vegna skipulagsleysis bæjarstjórnar." Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, segir eðlilegt að áætlanir taki breytingum og það gildi einnig um Fjarðabyggð. "Framkvæmdaáætlanir eru eðlilega endurskoðaðar með jöfnu millibili með tilliti til fjárhagsáætlana. Þess utan getur forgangsröðun verkefna tekið ófyrirséðum breytingum og oft á tíðum ætla menn sér meira en minna í sínum áætlunum. Þetta á við um flestöll sveitarfélög og er ekkert sem á að koma bæjarfulltrúum á óvart og því botna ég ekki í bókunum á borð við þá sem minnihlutinn lét frá sér fara. Slík bókun gefur það í skyn að bæjarfulltrúar hafi eitthvað með það að gera hvernig ársreikningur er gerður. Slíkur reikningur er gerður af löggiltum endurskoðendum eftir reikningsskilavenjum og leggja þar starfsheiður sinn að veði. Slík bókun dæmir sig sjálf."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira