Innlent

Sniglarnir í árlegri hópkeyrslu

Á þriðja hundrað mótorhjólakappa tók þátt í árlegri hópkeyrslu Sniglanna um borgina. Haldið var af stað frá Kaffivagninum úti á Granda og ekið út að Smáralind og svo aftur til Reykjavíkur norður Kringlumýrarbraut. Það var tilkomumikið að sjá vélfákana velpússaða í hópkeyrslunni í blíðunni í dag eins og þessar myndir sýna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×