Innlent

Hjólað í vinnuna

Ísland á iði, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, stendur fyrir fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna dagana 2.-13. maí. Verkefnið verður formlega opnað með morgunverði fyrir þátttakendur í veitingasölu Húsdýragarðsins klukkan 8.30 í dag. Ljóst er að þátttökumetið mun falla í ár því 198 vinnustaðir um allt land hafa nú þegar skráð 327 lið til leiks. Í fyrra áttu 162 fyrirtæki og stofnanir 289 lið í keppninni. Markmið "Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.isisport.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×