Innlent

Fær nýjan lóðsbát

Allar líkur eru á því að bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð kaupi lóðsbát í lok næsta árs og kemur báturinn þá til landsins árið 2007, um svipað leyti og höfnin verður fullbyggð og frágengin. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig kaupin verði fjármögnuð. Sveitarfélagið sé afar skuldugt eins og staðan sé í dag og á undanþágu frá félagsmálaráðuneytinu. Ljóst sé þó að auknar lántökur þurfi að einhverju leyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×