Innlent

Íbúðalánakerfið nánast úrelt á augabragði

Reglum Íbúðalánasjóðs var breytt í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar og í kjölfarið hösluðu bankarnir sér völl á sama markaði. Hann segir gamla kerfið hafa orðið nánast úrelt á augabragði.
Reglum Íbúðalánasjóðs var breytt í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar og í kjölfarið hösluðu bankarnir sér völl á sama markaði. Hann segir gamla kerfið hafa orðið nánast úrelt á augabragði. MYND/Róbert

Húsnæðislánakerfi hins opinbera varð nánast úrelt á augabragði þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán af miklum krafti á síðasta ári. Því er óeðlilegt að Íbúðalánasjóður keppi við bankana án þess að þurfa að hlíta sömu reglum og þeim segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri.

Breyting á útlánareglum Íbúðalánasjóðs og samkeppni frá bönkunum í kjölfarið hefur gjörbreytt íbúðalánamarkaðnum sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir tímasetningu breytinganna og kennt um vaxandi verðbólgu í kjölfarið. Eftir stæði þó að aðgangur fólks að íbúðalánum væri betri en áður en stjórnvöld hefðu vissulega vanmetið viðbrögð bankanna.

Davíð sagði að hvort sem mönnum líkaði betur eða ver hefði þátttaka bankanna á íbúðalánamarkaði gert íbúðalánakerfið nánast gjaldþrota á augabragði. Hann sagði að það gengi ekki til lengdar að Íbúðalánasjóður væri undanskilinn sumum reglum sem bankarnir þyrftu að starfa eftir en væri samt sem áður í samkeppni við þá. Þessu sagði hann að yrði að breyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×