Á ströndinni 14. júní 2005 00:01 Einhvern tíma skrifaði ég grein um strandlífið sem ég missti af þegar ég var ungur. Á þeim tíma var mig aðallega að finna á söfnum; ég þræddi söfnin og taldi mig hafa svikist um ef ég stoppaði ekki við hvert einasta verk. Ég fór á leiksýningar og óperur, tónleika, þræddi þetta allt, sá Karl Böhm stjórna Vínarfílharmóníunni, Albert Finney leika Macbeth, Barböru Sukowu í Túskildingsóperunni – milli þess var ég í Haus der Kunst, Uffizi, Vatíkaninu, Prado. Nú fer ég aldrei á söfn. Í mesta lagi hleyp ég inn til að skoða eina mynd. Ég vil vera auli á strönd. Það sem meira er – ég sé eftir því að hafa ekki verið ungur og sæmilega fallegur á strönd á þessum árum, sólbrúnn, í hörskyrtu og sandölum. En þá fór ég aldrei á strendur; ekki að ég liti niður á það sérstaklega, ég vissi bara ekki af svoleiðis lífi. --- --- --- Einu sinni hitti ég Gérard Lemarquis í París. Ég var þar með nokkrum vinum mínum. Hann sagði okkur að fara út á ströndina í Normandí - þar myndi ég sjá heiminn sem Proust skrifaði um. Í Deauville og þar í kring. Við fórum þangað. Það rigndi og blés allan tímann, ströndin var grýtt. Maður hefði betur farið suður. Núorðið fer ég í sjóinn eins oft og ég get. Ég sé mig í anda með sætum stelpum á ströndinni – þær eru í bikini, með ódýra skartgripi, ökklabönd, sveipaðar indverskum sjölum þegar við sitjum við strandbarina á kvöldin. En nú er ég með bumbu. Engin stelpa lítur við mér. En þetta er betra en ekkert. Ég fæ þó smá athygli út á Kára. --- --- --- Tengdaforeldrar mínir voru í fyrstu sólarlandaferðinni. Þetta var á árunum upp úr 1960, þegar Guðni var með Sunnu og Ingólfur með Útsýn. Í blöðunum var sífellt verið að skrifa um Simon Spies og Tjæreborgarprestinn í Danmörku; við vorum enn dálítið mikil nýlenda í huganum. Þau segja mér að þegar komið var út í flugvél hafi margir verið orðnir svo fullir að þeir gátu ekki hangið uppi; á þessum árum var byrjað af krafti á barnum í gömlu flugstöðinni. Margir karlarnir voru í jakkafötum með lakkrísbindi – mættu þannig á ströndina á Spáni. Það voru sagðar sögur af konum sem flugu út með Bragakaffi í töskunni – gátu ekki hugsað sér að vera án þess. Jafnvel vatn líka – vatninu í útlöndum var ekki treystandi. Svo brunnu allir og þurftu að liggja emjandi inni á hótelherbergi. Þá tíðkaðist að bera á sig Coppertone steikingarolíu til að fá betri brúnku – engin sólvörn númer 30 á þeim árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem Skoðun
Einhvern tíma skrifaði ég grein um strandlífið sem ég missti af þegar ég var ungur. Á þeim tíma var mig aðallega að finna á söfnum; ég þræddi söfnin og taldi mig hafa svikist um ef ég stoppaði ekki við hvert einasta verk. Ég fór á leiksýningar og óperur, tónleika, þræddi þetta allt, sá Karl Böhm stjórna Vínarfílharmóníunni, Albert Finney leika Macbeth, Barböru Sukowu í Túskildingsóperunni – milli þess var ég í Haus der Kunst, Uffizi, Vatíkaninu, Prado. Nú fer ég aldrei á söfn. Í mesta lagi hleyp ég inn til að skoða eina mynd. Ég vil vera auli á strönd. Það sem meira er – ég sé eftir því að hafa ekki verið ungur og sæmilega fallegur á strönd á þessum árum, sólbrúnn, í hörskyrtu og sandölum. En þá fór ég aldrei á strendur; ekki að ég liti niður á það sérstaklega, ég vissi bara ekki af svoleiðis lífi. --- --- --- Einu sinni hitti ég Gérard Lemarquis í París. Ég var þar með nokkrum vinum mínum. Hann sagði okkur að fara út á ströndina í Normandí - þar myndi ég sjá heiminn sem Proust skrifaði um. Í Deauville og þar í kring. Við fórum þangað. Það rigndi og blés allan tímann, ströndin var grýtt. Maður hefði betur farið suður. Núorðið fer ég í sjóinn eins oft og ég get. Ég sé mig í anda með sætum stelpum á ströndinni – þær eru í bikini, með ódýra skartgripi, ökklabönd, sveipaðar indverskum sjölum þegar við sitjum við strandbarina á kvöldin. En nú er ég með bumbu. Engin stelpa lítur við mér. En þetta er betra en ekkert. Ég fæ þó smá athygli út á Kára. --- --- --- Tengdaforeldrar mínir voru í fyrstu sólarlandaferðinni. Þetta var á árunum upp úr 1960, þegar Guðni var með Sunnu og Ingólfur með Útsýn. Í blöðunum var sífellt verið að skrifa um Simon Spies og Tjæreborgarprestinn í Danmörku; við vorum enn dálítið mikil nýlenda í huganum. Þau segja mér að þegar komið var út í flugvél hafi margir verið orðnir svo fullir að þeir gátu ekki hangið uppi; á þessum árum var byrjað af krafti á barnum í gömlu flugstöðinni. Margir karlarnir voru í jakkafötum með lakkrísbindi – mættu þannig á ströndina á Spáni. Það voru sagðar sögur af konum sem flugu út með Bragakaffi í töskunni – gátu ekki hugsað sér að vera án þess. Jafnvel vatn líka – vatninu í útlöndum var ekki treystandi. Svo brunnu allir og þurftu að liggja emjandi inni á hótelherbergi. Þá tíðkaðist að bera á sig Coppertone steikingarolíu til að fá betri brúnku – engin sólvörn númer 30 á þeim árum.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun