Sport

Roy Keane fótbrotinn

Áföllin koma í halarófu hjá Manchester United í upphafi leiktíðar í ensku úralsdeildinni í knattspyrnu en fyrirliði liðsins, Roy Keane fótbrotnaði í leik liðsins gegn Liverpool í dag. Framristarbein brotnaði í fyrirliðanum í dag en hann var að snúa aftur eftir hásinarmeiðsli sem ollu fjarveru hans í leiknum gegn Villareal í Meistaradeildinni í síðustu viku. Búist er við að Keane verði frá í 2 mánuði. Þetta er ekki aðeins gríðarelgt áfall fyrir Man Utd heldur einnig írska landsliðið sem er í hörkubaráttu í undankeppni HM þar sem Írar standa í jafnri baráttu við Frakka og Svisslendinga um sæti í heimsmeistarakeppninni á næsta ári. Keane er fyrir í banni gegn Kýpverjum 8. október n.k. en missir einnig af lokaleik riðilsins sem verður að öllum líkindum hreinn úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum gegn Sviss. Í vikunni missti Man Utd argentínska varnarmanninn Gabriel Heinze út lungann af tímabilinu vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Villareal og því eru nú tveir af helstu lykilmönnum rauðu djöflanna komnir á súkralistann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×