Efasemdamaðurinn Davíð 9. nóvember 2005 06:00 Davíð Oddsson fjallaði um loftslagshlýnun í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðismanna fyrir skömmu. Davíð er þeirrar gerðar að hann skynjar tíðarandann og veit þess vegna að fjöldi fólks hefur áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga. Þess vegna sagði hann í ræðunni að viðleitnin með Kyoto-sáttmálanum væri örugglega í rétta átt og að sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. En hann stóðst ekki mátið og bætti við: "Kyoto-samþykktin byggir vissulega á afar ótraustum vísindalegum grunni. [...] Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Vegna þess hversu margir taka mark á orðum Davíðs finnst mér nauðsynlegt að leiðrétta þessar fullyrðingar. Lomborg efast ekki Alþjóðleg nefnd vísindamanna, hagfræðinga og embættismanna sem Sameinuðu þjóðirnar settu á laggirnar árið 1988 (IPCC) hefur lagt mat á loftslagsrannsóknir sem gerðar hafa verið og komst hún að þeirri niðurstöðu árið 2001 að hlýnun loftslags sé að öllum líkindum af mannavöldum. Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur aukist um 31 prósent frá því árið 1750 og hefur ekki verið meira í um 420.000 ár, kannski milljónir ára. Þess vegna er búist við því að hlýnunin verði 1,4°C til 5,8°C á þessari öld, meiri en orðið hefur í 10 þúsund ár. Afleiðingar slíkrar hlýnunar ætla ég ekki að ræða hér en þær munu gjörbreyta lífsafkomu fjölmargra þjóða, flestra til hins verra. Samstaða vísindamanna um þetta er mikil. Meira að segja Björn Lomborg, sem er þekktur fyrir efasemdir um ýmsar fullyrðingar umhverfisverndarsinna segir í bók sinni The Skeptical Environmentalist að það leiki enginn vafi á því að mannkynið hafi aukið koltvísýringsmagn í andrúmsloftinu og að það leiði til hlýnunar andrúmsloftsins. Kostnaðurinn af þeim völdum verði um fimm þúsund milljarðar dala! Hann efast því ekki um að mannkynið hafi valdið hlýnun loftslagsins. Efasemdir hans snúast um það hvort borgi sig fyrir mannkynið að draga strax úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hann vill meina að það verði fjárhagslega hagkvæmara fyrir mannkynið að aðlaga sig að afleiðingum hlýnunarinnar í stað þess að reyna að snúa þróuninni við með minnkaðri losun koltvísýrings nú þegar. Hann hvetur engur að síður til þess að meira fé verði varið nú þegar í þróun og rannsóknir á notkun sólarorku og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. Davíð Oddsson virðist því vera meiri efasemdarmaður þegar kemur að loftslagsmálum en sá vísindamaður sem hefur verið í forystu efasemdarmanna í heiminum. Hægrimenn hættir að efast Sumir kunna að segja að Davíð hafi í ræðu sinni verið að sýna samstöðu með Bandaríkjastjórn í loftslagsmálum. En svo er ekki því þar í landi eru menn hættir að berja höfðinu við steininn. Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að 0,6°C hlýnun síðastliðna hálfa öld sé að öllum líkindum bein afleiðing losunar mannkyns á gróðurhúsalofttegundum. George Bush gerði nýlega samkomulag við Indverja og Kínverja um samstarf við að draga úr losun koltvísýrings með þróun umhverfisvænni orkugjafa og fylki, borgir og fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa sjálf sett sér skýr markmið um minnkun á losun koltvísýrings. Davíð Oddsson virðist því vera meiri efasemdarmaður en bandarískir stjórnmálamenn sem hafa þó farið fremstir í flokki efasemdarmanna fram til þessa. Í Bretlandi er David Cameron, vonarstjarna breskra íhaldsmanna, á allt annarri skoðun en Davíð. Hann hefur meðal annars lagt áherslu á það í yfirstandandi kosningabaráttu um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að loftslagsmál séu ásamt hryðjuverkaógn stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. En Davíð veit betur - "umræðan um loftslagshlýnun er borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri". Vonandi er ný forysta Sjálfstæðisflokksins sömu skoðunar og verðandi forysta breskra hægrimanna í þessum efnum. Nýir leiðtogar hljóta að átta sig á því að umræðan um loftslagsmál snýst ekki lengur um það hvort loftslagshlýnun sé af mannavöldum heldur um það hvernig brugðist verður við henni. Þá gildir einu hver skoðun Davíðs Oddssonar er í þeim efnum. Höfundur stundar meistaranám í umhverfisfræðum við Edinborgarháskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Davíð Oddsson fjallaði um loftslagshlýnun í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðismanna fyrir skömmu. Davíð er þeirrar gerðar að hann skynjar tíðarandann og veit þess vegna að fjöldi fólks hefur áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga. Þess vegna sagði hann í ræðunni að viðleitnin með Kyoto-sáttmálanum væri örugglega í rétta átt og að sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. En hann stóðst ekki mátið og bætti við: "Kyoto-samþykktin byggir vissulega á afar ótraustum vísindalegum grunni. [...] Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum." Vegna þess hversu margir taka mark á orðum Davíðs finnst mér nauðsynlegt að leiðrétta þessar fullyrðingar. Lomborg efast ekki Alþjóðleg nefnd vísindamanna, hagfræðinga og embættismanna sem Sameinuðu þjóðirnar settu á laggirnar árið 1988 (IPCC) hefur lagt mat á loftslagsrannsóknir sem gerðar hafa verið og komst hún að þeirri niðurstöðu árið 2001 að hlýnun loftslags sé að öllum líkindum af mannavöldum. Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur aukist um 31 prósent frá því árið 1750 og hefur ekki verið meira í um 420.000 ár, kannski milljónir ára. Þess vegna er búist við því að hlýnunin verði 1,4°C til 5,8°C á þessari öld, meiri en orðið hefur í 10 þúsund ár. Afleiðingar slíkrar hlýnunar ætla ég ekki að ræða hér en þær munu gjörbreyta lífsafkomu fjölmargra þjóða, flestra til hins verra. Samstaða vísindamanna um þetta er mikil. Meira að segja Björn Lomborg, sem er þekktur fyrir efasemdir um ýmsar fullyrðingar umhverfisverndarsinna segir í bók sinni The Skeptical Environmentalist að það leiki enginn vafi á því að mannkynið hafi aukið koltvísýringsmagn í andrúmsloftinu og að það leiði til hlýnunar andrúmsloftsins. Kostnaðurinn af þeim völdum verði um fimm þúsund milljarðar dala! Hann efast því ekki um að mannkynið hafi valdið hlýnun loftslagsins. Efasemdir hans snúast um það hvort borgi sig fyrir mannkynið að draga strax úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hann vill meina að það verði fjárhagslega hagkvæmara fyrir mannkynið að aðlaga sig að afleiðingum hlýnunarinnar í stað þess að reyna að snúa þróuninni við með minnkaðri losun koltvísýrings nú þegar. Hann hvetur engur að síður til þess að meira fé verði varið nú þegar í þróun og rannsóknir á notkun sólarorku og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. Davíð Oddsson virðist því vera meiri efasemdarmaður þegar kemur að loftslagsmálum en sá vísindamaður sem hefur verið í forystu efasemdarmanna í heiminum. Hægrimenn hættir að efast Sumir kunna að segja að Davíð hafi í ræðu sinni verið að sýna samstöðu með Bandaríkjastjórn í loftslagsmálum. En svo er ekki því þar í landi eru menn hættir að berja höfðinu við steininn. Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að 0,6°C hlýnun síðastliðna hálfa öld sé að öllum líkindum bein afleiðing losunar mannkyns á gróðurhúsalofttegundum. George Bush gerði nýlega samkomulag við Indverja og Kínverja um samstarf við að draga úr losun koltvísýrings með þróun umhverfisvænni orkugjafa og fylki, borgir og fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa sjálf sett sér skýr markmið um minnkun á losun koltvísýrings. Davíð Oddsson virðist því vera meiri efasemdarmaður en bandarískir stjórnmálamenn sem hafa þó farið fremstir í flokki efasemdarmanna fram til þessa. Í Bretlandi er David Cameron, vonarstjarna breskra íhaldsmanna, á allt annarri skoðun en Davíð. Hann hefur meðal annars lagt áherslu á það í yfirstandandi kosningabaráttu um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að loftslagsmál séu ásamt hryðjuverkaógn stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. En Davíð veit betur - "umræðan um loftslagshlýnun er borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri". Vonandi er ný forysta Sjálfstæðisflokksins sömu skoðunar og verðandi forysta breskra hægrimanna í þessum efnum. Nýir leiðtogar hljóta að átta sig á því að umræðan um loftslagsmál snýst ekki lengur um það hvort loftslagshlýnun sé af mannavöldum heldur um það hvernig brugðist verður við henni. Þá gildir einu hver skoðun Davíðs Oddssonar er í þeim efnum. Höfundur stundar meistaranám í umhverfisfræðum við Edinborgarháskóla.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar