Innlent

Átta fyrirtæki hækka umfram Úrvalsvísitölu

Það sem af er fjórða ársfjórðungi hefur Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkað um eitt prósent. Átta félög hafa hækkað umfram vísitöluna og hefur Össur leitt hækkunina með tæplega sextán prósenta hækkun. Þetta kemur fram í Greiningu Íslandsbanka.

Níu félög af fjórtán hafa hækkað í fjórðungnum og þar af átta umfram vísitöluna og koma Jarðboranir, Flaga og Actavis næst á eftir Össur í hækkun. Í afkomuspá okkar í byrjun fjórða ársfjórðungs mæltum við með yfirvogun í Össur og Actavis. Mest lækkun er á SÍF, mínus sex prósent og á hæla þess koma Marel, og FL Group. Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um þrjátíu og níu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×