Innlent

Írakskir dagar á Ísafirði

Eiríkur Örn Norðdahl og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson með fána Íraks en þeir félagar sjá um skipulagningu írakskra daga.
Eiríkur Örn Norðdahl og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson með fána Íraks en þeir félagar sjá um skipulagningu írakskra daga. Mynd/Vísir

Íröks menning verður í hávegum höfð á írökskum dögum sem haldnir verða á Ísafirði næstkomandi helgi. Matur, menning, ljóð og tónlist er meðal þess sem verður á dagskrá um helgina.

Hátíðin verður sett á Silfurtorginu á Ísafirði klukkan 17 og þá verður fánum Íslands og Íraks flaggað. Á föstudagskvöld verður írakst þema á veitingastaðnum Langa Manga og boðið verður meðal annars upp á írakska súpu. Á laugardeginum verður glæsilegt matar og menningaveisla en þá gefst gestum og gangandi færi á að kynna sér írakskan mat í Edinborgarhúsinu. Þar verða einnig lesin upp íröksk ljóð, íröksk tónlist verður spiluð og kynnt verður íröksk saga frá Mesópótamíu til nútímans.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×