Lilja fær að ættleiða barn 5. september 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för." Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för."
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira