Klerkar og kjarnorkusprengjur 17. júní 2005 00:01 Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sveinn Guðmarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun