Erlent

1500 ný heimili á Vesturbakkanum

Ísraelsmenn ráðgera að byggja fimmtán hundruð ný heimili fyrir landnema á hernumdu landi á Vesturbakkanum. Tilgangurinn er að tengja eina af stærri landnemabyggðum gyðinga þar við Jerúsalem. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, mun hafa skipað fyrir um byggingu tveggja nýrra hverfa í síðustu viku og er það hluti áætlunar Sharons um „Stór-Jerúsalem“. Fréttaskýrendur á svæðinu segja að svo virðist sem þetta brjóti í bága við ákvæði friðarvegvísisins svokallaða og forsvarsmenn Palestínumanna segja þetta benda til þess að Sharon hafi í hyggju að reyna að skipta á Gasa-ströndinni og svæði til að koma á fót „Stór-Ísrael“.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×