Innlent

Þrettán afbrot á einum degi

Þrítugur karlmaður var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir tugi afbrota af ýmsum toga sem hann hefur framið upp á síðkastið. Einn daginn náði hann að fremja þrettán afbrot. Maðurinn var meðal annnars fundinn sekur um nokkur fíkniefnabrot, ítrekuð húsbrot, marga nytjastuldi, hylmingu oftar en einu sinni, þjófnað, mörg umferðarlagabort, tilraunir til þjófnaðar og skjalafals, svo það helsta sé talið. Ef aðeins er litið í fjársvikadálkinn er hann ákærður fyrir að hafa reynt að svíkja út, eða svikið út, vörur og þjónustu í samtals 37 skipti að andvirði rösklega 650 þúsund krónur sem hann þarf að endurgreiða með vöxtum. Þegar listinn er skoðaður kemur í ljós að hann hefur ótrúlega víða komið við en mest sveik hann þó út í verslunum. Maðurinn játaði á sig allar ákærur og samþykkti bótakröfur en hann mun vera eignalaus. Hann á að baki umtalsverðan sakaferil frá því að hann var 17 ára og hefur hlotið marga refsidóma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×