Innlent

Leyndi því að stjórnin væri fallin

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, virðist hafa ætlað að leyna því að meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn, samkvæmt skoðanakönnum Gallups fyrir Akureyrarbæ í vor. Að sögn Oktavíu Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, voru bæjarfulltrúar lántir undirgangast að fara með niðurstöður könnunarinnar, sem náði til ýmissa málefna, sem trúnaðarmál þar sem ýmsar viðkvæmar upplýsingar væri þar að finna. Þegar til kom reyndust engar slíkar upplýsingar vera í niðurstöðunum, nema að vera kynni að meirihlutinn væri fallinn. Trúnaðurinn hafi því verið veittur á röngum forsendum. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa nú sjö fulltrúa saman en myndu tapa að minnsta kosti tveimur þannig að minnihlutaflokkarnir fengju sex til sjö fulltrúa og meirihluta, samkvæmt könnuninni. Mest yrði hástökkið hjá Samfylkingunnni sem eykur fylgi sitt úr tæpum 14 prósentum í síðustu kosningum upp í tæp 27 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×