Innlent

Samstarfsnefnd ræðir ellilífeyri

Um breytingar á elilífeyri í tengslum við aukinn möguleika eldri borgara á hlutastarfi og sveigjanlegum vinnutíma segir ráðherra að verið sé að ræða málefni þeirra í samstarfsnefnd sem hann hafi skipað og muni halda áfram störfum í september. "Það er verið að ræða stöðu samkomulags við þá á sínum tíma, um hækkun bóta, uppbyggingu hjúkrunarheimila, eflingu heimahjúkrunar og þar fram eftir götunum," segir hann. "Ég reikna með að lífeyrismál komi þar til umræðu á víðum grundvelli." Spurður um hvort ekki bæri nauðsynlegt að endurskoða lífeyrismál eldri borgara sagði ráðherra að tekjutengingar hefðu verið á undanhaldi, meðal annars hjá öryrkjum til að hvetja fólk til að fara út á vinnumarkaðinn sem væri jákvætt. "Ég vona að menn geti notfært sér þessar nýju aðstæður," sagði ráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×