Leit hafin að grunuðum 9. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan Scotland Yard og leyniþjónustan MI5 hafa beðið kollega sína um alla Evrópu að hafa uppi á Mohamed Guerbouzi, fjörutíu og fjögurra ára gömlum íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt. Talið er að hann geti verið leiðtogi hópsins sem skipulagði hryðjuverkin á fimmtudaginn. Guerbouzi hefur búið í Bretlandi frá því 1974 en hvarf af sjónarsviðinu skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í Madríd 2004. Fjölskylda hans hefur þegar neitað því að hann tengist hryðjuverkum og segir sögusagnirnar ofsóknir. Vísbendingarnar eru nokkuð afgerandi og vilja frönsk og marokkósk yfirvöld fá hann framseldan fyrir þátt í hryðjuverkaárásunum í Casablanda 2003, þar sem fjörutíu og fjórir voru myrtir. Times greinir frá því að Ósama bin Laden eigi sjálfur að hafa valið Guerbouzi til að stýra þeirri árás og Independent segir Guerbouzi sendiherra bin Ladens í Evrópu. Leyniþjónustur Frakklands og Þýskalands munu jafnframt hafa vissu fyrir því að hann hafi verið í sambandi við Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaida í Írak, sem var fyrirferðarmikill í Evrópu áður en hann sneri sér að Írak. Yfirlýsing hins svokallaða leynihóps heilags stríðs al-Qaida í Evrópu er einnig tekin alvarlega og þykir renna stoðum undir þær kenningar, að tengsl Ósama bin Ladens séu hugsanlega meiri en í fyrstu var talið. Vefsíðunni, sem yfirlýsingin birtist á, er haldið úti af írökskum lækni í London, sem er sakaðir um að hafa látið bin Laden hafa gervihnattasíma fyrir einhverjum árum. Tvær aðrar yfirlýsingar hafa hins vegar borist, þar af ein frá Abu Hafs al-Masri hersveitunum, sem lýstu á sínum tíma hryðjuverkunum í Madríd á hendur sér. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Breska lögreglan Scotland Yard og leyniþjónustan MI5 hafa beðið kollega sína um alla Evrópu að hafa uppi á Mohamed Guerbouzi, fjörutíu og fjögurra ára gömlum íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt. Talið er að hann geti verið leiðtogi hópsins sem skipulagði hryðjuverkin á fimmtudaginn. Guerbouzi hefur búið í Bretlandi frá því 1974 en hvarf af sjónarsviðinu skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í Madríd 2004. Fjölskylda hans hefur þegar neitað því að hann tengist hryðjuverkum og segir sögusagnirnar ofsóknir. Vísbendingarnar eru nokkuð afgerandi og vilja frönsk og marokkósk yfirvöld fá hann framseldan fyrir þátt í hryðjuverkaárásunum í Casablanda 2003, þar sem fjörutíu og fjórir voru myrtir. Times greinir frá því að Ósama bin Laden eigi sjálfur að hafa valið Guerbouzi til að stýra þeirri árás og Independent segir Guerbouzi sendiherra bin Ladens í Evrópu. Leyniþjónustur Frakklands og Þýskalands munu jafnframt hafa vissu fyrir því að hann hafi verið í sambandi við Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaida í Írak, sem var fyrirferðarmikill í Evrópu áður en hann sneri sér að Írak. Yfirlýsing hins svokallaða leynihóps heilags stríðs al-Qaida í Evrópu er einnig tekin alvarlega og þykir renna stoðum undir þær kenningar, að tengsl Ósama bin Ladens séu hugsanlega meiri en í fyrstu var talið. Vefsíðunni, sem yfirlýsingin birtist á, er haldið úti af írökskum lækni í London, sem er sakaðir um að hafa látið bin Laden hafa gervihnattasíma fyrir einhverjum árum. Tvær aðrar yfirlýsingar hafa hins vegar borist, þar af ein frá Abu Hafs al-Masri hersveitunum, sem lýstu á sínum tíma hryðjuverkunum í Madríd á hendur sér.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira