Sannfærandi sigur Haukastelpna 12. apríl 2005 00:01 Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220. Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220.
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira