Hagnaðartölur og íslensk hlutabréf 22. ágúst 2005 00:01 Vangaveltur um hagnaðartölur og íslensk hlutabréf Mikið er rætt um hagnaðartölur þessa dagana og keppast fréttamiðlarnir um skýra frá hverju metinu á fætur öðru í þeim efnum. Maður fyllist allur bjartsýni yfir lífinu og tilverunni og liggur við að manni hlaupi kapp í kinn og einhendi sér í einhvern rekstur til þess að missa ekki af velferðinni. En þar sem maður hefur örlítinn vott af skynsemi kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvað sé í gangi í þjóðfélagi okkar. Stöldrum aðeins við, eru allar hagnaðartölur sem við heyrum tilkomnar af raunverulegum auknum verðmætum? Þegar betur er að gáð má sjá að oftar en ekki byggist hagnaðurinn á óinnleystum gengishagnaði vegna kaupa fyrirtækja á hlutbréfum í öðrum félögum og svo aftur gríðarlegum væntingum til fyrirtækja. Það sér hver maður að þegar hagnaður byggir að miklu leyti á óinnleystum gengishagnaði fyrir ákveðið tímabil þá segir það ekkert um afkomu næstu mánaða á eftir. Eðlilegt væri að verðmæti viðkomandi félags myndi hækka í samræmi við hagnaðinn hverju sinni en oftar en ekki hækkar verðmæti viðkomandi félaga eins og um sé að ræða hagnað sem tilkominn er af reglubundinni starfsemi og sé því líklegur til að vera til framtíðar. Stór ástæða þess að fyrirtæki hagnast svo mjög af þessum gengishagnaði eru svo aftur hinar gríðarlegu væntingar til fyrirtækjana sem eru að margra mati orðnar óraunhæfar. Væntingarnar hífa upp gengi og gengishækkunin býr til hagnað, þannig er um keðjuverkun að ræða. Sem dæmi um þessar væntingar má nefna að markaðsvirði banka á Íslandi hefur hækkað um 160 milljarða á 12 mánuðum. Hvers vegna skyldi það vera? Jú af framangreindum ástæðum, væntingum og gengishagnaði að miklum hluta, en auðvitað má rekja einhvern hluta þess til aukinnar verðmætasköpunnar innan þeirra sem má meðal annars rekja til útrásar þeirra og innkomu á íbúðalánamarkaðinn. Greiningadeildir bankana hafa fjallað um óraunhæfar væntingar í greiningum sínum en yfirleitt er skrifað um slíkt á lítt áberandi hátt til að draga ekki úr væntingum markaðarins og þar með gengishagnaði og verðmætum þeirra sjálfra. Réttast væri að greiningadeildirnar orðuðu hlutina eins og þeir eru, þ.e. að menn skyldu ekki fjárfesta í íslenskum hlutabréfum á því verði sem þau kosta í dag og þeir sem eiga bréfin nú ættu að selja snögglega. Garungur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Vangaveltur um hagnaðartölur og íslensk hlutabréf Mikið er rætt um hagnaðartölur þessa dagana og keppast fréttamiðlarnir um skýra frá hverju metinu á fætur öðru í þeim efnum. Maður fyllist allur bjartsýni yfir lífinu og tilverunni og liggur við að manni hlaupi kapp í kinn og einhendi sér í einhvern rekstur til þess að missa ekki af velferðinni. En þar sem maður hefur örlítinn vott af skynsemi kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvað sé í gangi í þjóðfélagi okkar. Stöldrum aðeins við, eru allar hagnaðartölur sem við heyrum tilkomnar af raunverulegum auknum verðmætum? Þegar betur er að gáð má sjá að oftar en ekki byggist hagnaðurinn á óinnleystum gengishagnaði vegna kaupa fyrirtækja á hlutbréfum í öðrum félögum og svo aftur gríðarlegum væntingum til fyrirtækja. Það sér hver maður að þegar hagnaður byggir að miklu leyti á óinnleystum gengishagnaði fyrir ákveðið tímabil þá segir það ekkert um afkomu næstu mánaða á eftir. Eðlilegt væri að verðmæti viðkomandi félags myndi hækka í samræmi við hagnaðinn hverju sinni en oftar en ekki hækkar verðmæti viðkomandi félaga eins og um sé að ræða hagnað sem tilkominn er af reglubundinni starfsemi og sé því líklegur til að vera til framtíðar. Stór ástæða þess að fyrirtæki hagnast svo mjög af þessum gengishagnaði eru svo aftur hinar gríðarlegu væntingar til fyrirtækjana sem eru að margra mati orðnar óraunhæfar. Væntingarnar hífa upp gengi og gengishækkunin býr til hagnað, þannig er um keðjuverkun að ræða. Sem dæmi um þessar væntingar má nefna að markaðsvirði banka á Íslandi hefur hækkað um 160 milljarða á 12 mánuðum. Hvers vegna skyldi það vera? Jú af framangreindum ástæðum, væntingum og gengishagnaði að miklum hluta, en auðvitað má rekja einhvern hluta þess til aukinnar verðmætasköpunnar innan þeirra sem má meðal annars rekja til útrásar þeirra og innkomu á íbúðalánamarkaðinn. Greiningadeildir bankana hafa fjallað um óraunhæfar væntingar í greiningum sínum en yfirleitt er skrifað um slíkt á lítt áberandi hátt til að draga ekki úr væntingum markaðarins og þar með gengishagnaði og verðmætum þeirra sjálfra. Réttast væri að greiningadeildirnar orðuðu hlutina eins og þeir eru, þ.e. að menn skyldu ekki fjárfesta í íslenskum hlutabréfum á því verði sem þau kosta í dag og þeir sem eiga bréfin nú ættu að selja snögglega. Garungur
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun