
Sport
Wenger æfur út af

Arsene Wenger skammaði sína menn eftir tapið gegn Chelsea í gær og í fjölmiðlum sagðist hann hafa vitað að úrslit leiksins réðust á mistökum, eins og kom á daginn þegar Drogba skoraði með sköflungnum fram hjá Jens Lehmann. "Úrslit leiksins réðust á aulamarki og mig grunaði að lítil mistök yrðu til að ráða úrslitum. Mér fannst ekki mikill getumunur á liðinum, en þótti mína menn aðeins skorta áræðni til að klára leikinn. Maður á aldrei að leyfa andstæðingi sínum að koma sér í þá aðstöðu að geta orðið heppinn," sagði Wenger, sem var hundfúll eftir tapið.