Óhress með árangurinn 22. apríl 2005 00:01 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni." Íslenski handboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni."
Íslenski handboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira