Dallas - Houston 22. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas. NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas.
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira