Fúlir íþróttafréttamenn 17. maí 2005 00:01 Íþróttafréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins RAI tilkynntu í dag að þeir ætli í verkfall þann 4. júní n.k. Þeir eru æfir af reiði yfir því áskriftarsjónvarpsstöðin Sky Italia skuli hafa fengið sýningarrétt á Ítalíu á sýningum allra 64 leikjanna á HM í knattspyrnu 2006 sem fer fram í Þýskalandi. Stéttarfélag íþróttafréttamanna RAI, Usigrai, segir að með því að selja SKY Italia sýningarréttinn sé verið að stefna í voða þeim sterku böndum sem RAI hefur haft við fótboltaáhugamenn í landinu sem er einmitt hvað þekktast fyrir rómaðan ofuráhuga á íþróttinni. Sky Italia næst aðeins til minnihluta þjóðarinnar en stöðin er í eigu ameríska fjölmiðlajöfursins Rupert Murdoch. Íþróttafréttamenn RAI vilja að ríkissjónvarpið eigi að splæsa í alla leikina og eru ónánægðir með vinnubrögð stjórnar stofnunarinnar. Fyrirhugað verkfall hefst eins og áður segir 4. júní eða þegar Ítalir mæta Noregi í undankeppni HM. Það þýðir að Ítalir fá einfaldlega ekki að sjá leikinn þar sem RAI er eins og er með einkasýningarrétt á landsleikjum Ítala. RAI tryggði sér árið 2001 sýningarrétt frá 25 af 64 leikjum HM2006, þ.á.m. allra leikja Ítala í keppninni, opnunarleikinn, undaúrslitaleikina og úrslitaleikinn en fannst of dýrt að kaupa alla leikina. SKY Italia tryggði sér svo í síðustu viku sýningarréttinn á öllum leikjunum 64 fyrir 140 milljónir Evra eða um 12 milljarða ísl. króna. Íslenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Íþróttafréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins RAI tilkynntu í dag að þeir ætli í verkfall þann 4. júní n.k. Þeir eru æfir af reiði yfir því áskriftarsjónvarpsstöðin Sky Italia skuli hafa fengið sýningarrétt á Ítalíu á sýningum allra 64 leikjanna á HM í knattspyrnu 2006 sem fer fram í Þýskalandi. Stéttarfélag íþróttafréttamanna RAI, Usigrai, segir að með því að selja SKY Italia sýningarréttinn sé verið að stefna í voða þeim sterku böndum sem RAI hefur haft við fótboltaáhugamenn í landinu sem er einmitt hvað þekktast fyrir rómaðan ofuráhuga á íþróttinni. Sky Italia næst aðeins til minnihluta þjóðarinnar en stöðin er í eigu ameríska fjölmiðlajöfursins Rupert Murdoch. Íþróttafréttamenn RAI vilja að ríkissjónvarpið eigi að splæsa í alla leikina og eru ónánægðir með vinnubrögð stjórnar stofnunarinnar. Fyrirhugað verkfall hefst eins og áður segir 4. júní eða þegar Ítalir mæta Noregi í undankeppni HM. Það þýðir að Ítalir fá einfaldlega ekki að sjá leikinn þar sem RAI er eins og er með einkasýningarrétt á landsleikjum Ítala. RAI tryggði sér árið 2001 sýningarrétt frá 25 af 64 leikjum HM2006, þ.á.m. allra leikja Ítala í keppninni, opnunarleikinn, undaúrslitaleikina og úrslitaleikinn en fannst of dýrt að kaupa alla leikina. SKY Italia tryggði sér svo í síðustu viku sýningarréttinn á öllum leikjunum 64 fyrir 140 milljónir Evra eða um 12 milljarða ísl. króna.
Íslenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira