
Sport
Puerta dæmdur í átta ára bann

Argentíski tennisleikarinn Mariano Puerta hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi eftir opna franska meistaramótið á árinu. Í blóði hans fundust ólögleg örvandi efni, en þetta var í annað sinn á tveimur árum sem hann fellur á lyfjaprófi og því var refsingin nú jafn hörð og raun bar vitni. Puerta þarf einnig að skila öllum verðlaunum sem hann hefur unnið til síðan á mótinu.