Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann sé mjög sáttur við þá leikmenn sem hann hefur úr að moða í dag og ætlar ekki að kaupa neina leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar, þó hann missi leikmenn í Afríkukeppnina í nokkrar vikur.
"Ég er ekkert að hugsa um að kaupa leikmenn og er fullkomlega sáttur við þá leikmenn sem ég hef úr að moða í dag," sagði Mourinho, en eins og allir vita er leikmannahópur liðsins stór og nokkrir menn sem hafa fengið fá tækifæri til þessa gætu því fengið að spreyta sig í törninni nú um jólin og árámótin.