Tapar fylgi til vinstri-grænna 20. nóvember 2005 04:00 Ingibjörg Sólrún fagnar kjöri. Frá því í maí, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar, hefur flokkurinn dalað um tæp fimm prósentustig. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 38,7 prósent atkvæða og 25 þingmenn ef kosið yrði í dag. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur aukist um 2,5 prósentustig frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem framkvæmd var í byrjun maí og hefur ekki verið hærra í könnunum Fréttablaðsins síðan í ágúst 2003. Þá mældist fylgi Sjálfstæðisflokks 40,6 prósent. Mun fleiri karlmenn en konur segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 44,8 prósent, á móti 31 prósenti kvenna. Þá hefur flokkurinn meira fylgi á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Rétt rúm 40 prósent svarenda á höfuðborgarsvæðinu sögðust myndu kjósa Samfylkingu en 36,5 prósent svarenda á landsbyggðinni. Samfylking myndi fá 29,4 prósent atkvæða og 19 þingmenn kjörna samkvæmt þessari könnun. Fylgi flokksins hefur ekki verið minna í könnunum blaðsins síðan í september á síðasta ári. Fylgið minnkar um 4,6 prósentustig frá því í könnun blaðsins í maí, nokkrum vikum áður en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörinn formaður flokksins. Konur eru mun líklegra til að kjósa Samfylkingu en karlar og sögðust 34,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en 34,5 prósent karla. Þá segjast 25,3 prósent íbúa á landsbyggðinni myndu kjósa Samfylkingu á móti 32,2 prósentum höfuðborgarbúa. Vinstri hreyfingin - Grænt framboð fengi 18,2 prósent atkvæða og og ellefu þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Nokkur kynjamunur er á þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn, eða 22,8 prósent kvenna á móti 14,5 prósent karla. Fylgi flokksins eykst um 4,1 prósentustig frá síðustu könnun í maí. Athygli vekur að fylgi Samfylkingar hefur dalað um nánast jafn mörg prósentustig og fylgi vinstri grænna hefur aukist. Það getur bent til þess að Samfylking sé að missa fylgi meðal vinstri manna. Framsóknarflokkur fengi 9,9 prósent atkvæða, samkvæmt könnuninni, og er það sama fylgi og í síðustu könnun. Flokkurinn dregur fylgi sitt til landsbyggðarinnar, þar sem 16,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Tæp sex prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins styðja flokkinn. 3,4 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem er 1,3 prósentustigi minna en í könnuninni í maí. Hringt var í 800 manns 19. nóvember, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 55,6 prósent þeira sem spurðir voru tóku afstöðu til spurningarinnar. Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 38,7 prósent atkvæða og 25 þingmenn ef kosið yrði í dag. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur aukist um 2,5 prósentustig frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem framkvæmd var í byrjun maí og hefur ekki verið hærra í könnunum Fréttablaðsins síðan í ágúst 2003. Þá mældist fylgi Sjálfstæðisflokks 40,6 prósent. Mun fleiri karlmenn en konur segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 44,8 prósent, á móti 31 prósenti kvenna. Þá hefur flokkurinn meira fylgi á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Rétt rúm 40 prósent svarenda á höfuðborgarsvæðinu sögðust myndu kjósa Samfylkingu en 36,5 prósent svarenda á landsbyggðinni. Samfylking myndi fá 29,4 prósent atkvæða og 19 þingmenn kjörna samkvæmt þessari könnun. Fylgi flokksins hefur ekki verið minna í könnunum blaðsins síðan í september á síðasta ári. Fylgið minnkar um 4,6 prósentustig frá því í könnun blaðsins í maí, nokkrum vikum áður en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörinn formaður flokksins. Konur eru mun líklegra til að kjósa Samfylkingu en karlar og sögðust 34,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en 34,5 prósent karla. Þá segjast 25,3 prósent íbúa á landsbyggðinni myndu kjósa Samfylkingu á móti 32,2 prósentum höfuðborgarbúa. Vinstri hreyfingin - Grænt framboð fengi 18,2 prósent atkvæða og og ellefu þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Nokkur kynjamunur er á þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn, eða 22,8 prósent kvenna á móti 14,5 prósent karla. Fylgi flokksins eykst um 4,1 prósentustig frá síðustu könnun í maí. Athygli vekur að fylgi Samfylkingar hefur dalað um nánast jafn mörg prósentustig og fylgi vinstri grænna hefur aukist. Það getur bent til þess að Samfylking sé að missa fylgi meðal vinstri manna. Framsóknarflokkur fengi 9,9 prósent atkvæða, samkvæmt könnuninni, og er það sama fylgi og í síðustu könnun. Flokkurinn dregur fylgi sitt til landsbyggðarinnar, þar sem 16,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Tæp sex prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins styðja flokkinn. 3,4 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem er 1,3 prósentustigi minna en í könnuninni í maí. Hringt var í 800 manns 19. nóvember, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 55,6 prósent þeira sem spurðir voru tóku afstöðu til spurningarinnar.
Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent