Innlent

Harma dóm yfir lögreglumanni

Landssamband lögreglumanna harmar niðurstöðu dóms í vikunni þar sem lögreglumaður var sakfelldur fyrir að aka í veg fyrir bifhjól sem veitt hafði verið eftirför en við það slasaðist ökumaður hjólsins. Landssambandið sá sig knúið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið síðustu daga. Segir í fréttatilkynningu að lögreglumaðurinn hafi unnið eftir verklagsreglum sem hingað til hafi tíðkast hjá lögreglunni. Þá segir að lögreglan sé nú í mikilli óvissu um hvernig skuli haga stöðvun ökutækja sem ekki sinni stöðvunarmerkjum og er bent á að ökumaður bifhjólsins hafi verið ákærður fyrir þau brot sem hann er grunaður um að hafa framið kvöldið sem hann var stöðvaður. Á heimsíðu sambandins eru lögreglumenn hvattir til að sýna sérstaka gát við vinnu sína á meðan alger óvissa ríki í þessum efnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×