Fischer og Friðrik heyja einvígi 1. apríl 2005 00:01 Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. Skákmeistararnir munu tefla níu atskákir þar sem hvor hefur hálftíma umhugsunartíma, þrjár skákir á dag. Sá sem ber sigur úr býtum mun fá vegleg peningaverðlaun en það er Baugur sem kostar einvígið. Guðmundur G. Þórarinsson skipulagði einvígið í Reykjavík 1972 þegar enginn hélt að það væri hægt. Hvernig fór hann að í þetta sinn? Guðmundur segir ljóst að gríðarlega margir vilji fá Fischer aftur að taflborðinu og ekki sé langt síðan Friðrik hafi lagt Bent Larsen í einvígi á Íslandi, en hann sé þekktasti skákmaður Íslands. Guðmundur segir Baug hafa lagt fram myndarleg verðlaun en það hafi ekki dugað eitt í viðræðum við Fischer. Þá hafi skipuleggjendur munað að 1972 hefði Henry Kissinger talað við Fischer og fengið hann til að tefla. Í ljós alls sem hér hefði gerst hefði verið brugðið á það ráð að ræða við Davíð Oddsson og hann hefði fallist á að hringja í Fischer og leggja að honum að tefla í Þjóðmenningarhúsinu og það hafi riðið baggamuninn. En hversu myndarleg verðlaun eru í boði? Guðmundur segist ekki geta upplýst það á þessari stundu en segir þau mjög góð. Teflt verður á borðinu sem Fischer og Spasskí notuðu í Laugardalshöll árið 1972 en það hefur verið geymt í Þjóðmenningarhúsinu. Friðrik sá sér ekki fært að koma í viðtal en sagðist hlakka til að glíma við Fischer og komast að því hvort heimsmeistarinn fyrrverandi væri enn jafngóður og hann segðist vera. Og menn eru spenntir í Þjóðmenningarhúsinu. Gunnólfur Sigurjónsson húsvörður segist ætla að gera allt sem hann geti til að Fischer verði kátur einvígið á enda. Aðspurður hvernig hann telji að skákirnar fari segir Gunnólfur ekki viss en hann veðji á Fischer. Þar sem pláss í Þjóðmenningarhúsinu er lítið mun aðgangur verða takmarkaður við M12-áskrifendur Stöðvar tvö, en einvígið verður að sjálfsögðu tekið upp og valdir kaflar sendir út í næstu viku. Fyrsta skákin hefst í kvöld klukkan átta. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. Skákmeistararnir munu tefla níu atskákir þar sem hvor hefur hálftíma umhugsunartíma, þrjár skákir á dag. Sá sem ber sigur úr býtum mun fá vegleg peningaverðlaun en það er Baugur sem kostar einvígið. Guðmundur G. Þórarinsson skipulagði einvígið í Reykjavík 1972 þegar enginn hélt að það væri hægt. Hvernig fór hann að í þetta sinn? Guðmundur segir ljóst að gríðarlega margir vilji fá Fischer aftur að taflborðinu og ekki sé langt síðan Friðrik hafi lagt Bent Larsen í einvígi á Íslandi, en hann sé þekktasti skákmaður Íslands. Guðmundur segir Baug hafa lagt fram myndarleg verðlaun en það hafi ekki dugað eitt í viðræðum við Fischer. Þá hafi skipuleggjendur munað að 1972 hefði Henry Kissinger talað við Fischer og fengið hann til að tefla. Í ljós alls sem hér hefði gerst hefði verið brugðið á það ráð að ræða við Davíð Oddsson og hann hefði fallist á að hringja í Fischer og leggja að honum að tefla í Þjóðmenningarhúsinu og það hafi riðið baggamuninn. En hversu myndarleg verðlaun eru í boði? Guðmundur segist ekki geta upplýst það á þessari stundu en segir þau mjög góð. Teflt verður á borðinu sem Fischer og Spasskí notuðu í Laugardalshöll árið 1972 en það hefur verið geymt í Þjóðmenningarhúsinu. Friðrik sá sér ekki fært að koma í viðtal en sagðist hlakka til að glíma við Fischer og komast að því hvort heimsmeistarinn fyrrverandi væri enn jafngóður og hann segðist vera. Og menn eru spenntir í Þjóðmenningarhúsinu. Gunnólfur Sigurjónsson húsvörður segist ætla að gera allt sem hann geti til að Fischer verði kátur einvígið á enda. Aðspurður hvernig hann telji að skákirnar fari segir Gunnólfur ekki viss en hann veðji á Fischer. Þar sem pláss í Þjóðmenningarhúsinu er lítið mun aðgangur verða takmarkaður við M12-áskrifendur Stöðvar tvö, en einvígið verður að sjálfsögðu tekið upp og valdir kaflar sendir út í næstu viku. Fyrsta skákin hefst í kvöld klukkan átta.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira