Innlent

Krónan styrkst enn frekar

Krónan hefur styrkt sig um núll komma tuttugu og eitt prósent í dag og hefur gengisvísitalan að líkindum aldrei verið jafn sterk, að minnsta kosti ekki frá 1992.

Seðlabankinn gefur út Peningamál í byrjun desember og er búist við að gefi þá frá sér harðari tón en nokkru sinni. Jafnframt er gert ráð fyrir að bankinn standi við yfirlýsingu sína frá því í október um að hækki stýrivexti.

Steingrímur Arnar Finnsson, hagfræðingur hjá Greiningardeild KB banka, á von á því að hækkunin verði um minnst fimmtíu punkta. Hann kveðst eiga von á því að stýrivextir verði um tólf prósent eftir eitt ár en þeir eru nú tíu komma tuttugu og fimm prósent.

Hann telur jafnframt að vaxtahækkun á útlánum Íbúðalánasjóðs gæti haft kælingaráhrif á fasteignamarkaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×