Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira