Innlent

Niðurstaðan kemur ekki á óvart

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir niðurstöðu Kjaradóms ekki koma sér á óvart. Það hefði verið hæpið fyrir dóminn að fara inn í málið með nýjan efnislegan úrskurð eftir beiðni forsætisráðherra um að hann færi aftur yfir málið.

Steingrímur segir að tímanum hafi ekki verið vel varið í að vísa málinu aftur til kjaradóms. Stjórnarandstaðan hafi viljað kalla saman þing milli jóla og áramóta en nú sé orðið mjög hæpið að það takist og úrskurðurinn taki gildi um áramót. Steingrímur á ekki von á öðru en að flokkur sinn samþykki að taka þátt í nefndarstarfinu sem forsætisráðherra hyggst blása til. Hann segist þó ekkert geta fullyrt um það fyrr en eftir þingflokksfund Vinstri-grænna sem verður boðað til eins fljótt og hægt er á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×