Langaði alltaf að verða kokkur 16. febrúar 2005 00:01 "Mig hefur langað til að verða kokkur síðan ég var lítil," segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran kokkur á veitingastaðnum Sjávarkjallaranum. Hrefna Rósa hefur starfað á veitingastaðnum í níu mánuði eða alveg síðan hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Kópavogi. Hún viðurkennir að kokka-fagið sé afar karllægt fag en hún kvartar ekki. "Þetta er bara eittvað sem venst enda líta þeir á mig sem jafningja. Við erum líka öll frekar ung svo mórallinn hér á veitingastaðnum er góður. Í fyrstu vildu þeir þó hjálpa mér með allt en eftir að ég náði að sanna mig vita þeir að ég get séð um mig sjálf. Vinkonur mínar voru líka hissa á þessu starfsvali enda eru þær allar að læra lögfræði eða eitthvað í þeim dúrnum. Ég held samt að þær séu bara stoltar af mér í dag."Kærastinn líka kokkur Kærasti Hrefnu Rósu er einnig kokkur en hann starfar á Apótekinu. Hún segist þó oftast elda á heimili þeirra en hann sjái í staðinn um að raða í uppþvottavélina. Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á mat og matreiðslu þó hún hafi verið duglegri við að elda áður en hún lærði kokkinn. "Mér finnst lang skemmtilegast að elda venjulegan heimilismat, eitthvað sem maður eldar ekki á hverjum degi. Þó getur líka verið gaman að gera eitthvað erfiðara svo sem sushi og annan japanskan mat," segir Hrefna Rósa en gerð fiskibolla er í miklu uppáhaldi hjá henni. "Mér finnst bæði gaman að búa til bollurnar frá byrjun og svo eru þær líka uppáhaldsmaturinn minn en ég er mjög mikið fyrir fisk og borða hann ábyggilega á hverjum degi."Fyrsta konan í landsliðinu Hrefna Rósa er aðeins 24 ára gömul. Henni hefur tekist að sanna sig í vinnunni og er orðin vaktastjóri sem er næst æðsti titillinn á eftir yfirkokkinum. Hún segist hafa valið Sjávarkjallarann þar sem þar staðurinn sé afar spennandi. Þar sé eldað úr öðruvísi hráefni sem hún annars hefði ekki aðgengi að. Hrefna er einnig komin í landsliðið í matreiðslu og býst við að hafa verið fyrsta konan sem gekk í liðið. "Ég byrjaði sem aðstoðarmaður en komst svo inn þegar ég útskrifaðist. Þá var verið að taka inn nýja menn þar sem aðrir eldri voru að hætta og ég er ótrúlega ánægð með þetta. Þarna þarf maður að sanna að maður hafi virkilegan áhuga á faginu og hafi auk þess góðar hugmyndir og sé góður vinnukraftur, sem ég tel mig vera." Lestu ítarlegt viðtal við Hrefnu Rósu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Matur Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
"Mig hefur langað til að verða kokkur síðan ég var lítil," segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran kokkur á veitingastaðnum Sjávarkjallaranum. Hrefna Rósa hefur starfað á veitingastaðnum í níu mánuði eða alveg síðan hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Kópavogi. Hún viðurkennir að kokka-fagið sé afar karllægt fag en hún kvartar ekki. "Þetta er bara eittvað sem venst enda líta þeir á mig sem jafningja. Við erum líka öll frekar ung svo mórallinn hér á veitingastaðnum er góður. Í fyrstu vildu þeir þó hjálpa mér með allt en eftir að ég náði að sanna mig vita þeir að ég get séð um mig sjálf. Vinkonur mínar voru líka hissa á þessu starfsvali enda eru þær allar að læra lögfræði eða eitthvað í þeim dúrnum. Ég held samt að þær séu bara stoltar af mér í dag."Kærastinn líka kokkur Kærasti Hrefnu Rósu er einnig kokkur en hann starfar á Apótekinu. Hún segist þó oftast elda á heimili þeirra en hann sjái í staðinn um að raða í uppþvottavélina. Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á mat og matreiðslu þó hún hafi verið duglegri við að elda áður en hún lærði kokkinn. "Mér finnst lang skemmtilegast að elda venjulegan heimilismat, eitthvað sem maður eldar ekki á hverjum degi. Þó getur líka verið gaman að gera eitthvað erfiðara svo sem sushi og annan japanskan mat," segir Hrefna Rósa en gerð fiskibolla er í miklu uppáhaldi hjá henni. "Mér finnst bæði gaman að búa til bollurnar frá byrjun og svo eru þær líka uppáhaldsmaturinn minn en ég er mjög mikið fyrir fisk og borða hann ábyggilega á hverjum degi."Fyrsta konan í landsliðinu Hrefna Rósa er aðeins 24 ára gömul. Henni hefur tekist að sanna sig í vinnunni og er orðin vaktastjóri sem er næst æðsti titillinn á eftir yfirkokkinum. Hún segist hafa valið Sjávarkjallarann þar sem þar staðurinn sé afar spennandi. Þar sé eldað úr öðruvísi hráefni sem hún annars hefði ekki aðgengi að. Hrefna er einnig komin í landsliðið í matreiðslu og býst við að hafa verið fyrsta konan sem gekk í liðið. "Ég byrjaði sem aðstoðarmaður en komst svo inn þegar ég útskrifaðist. Þá var verið að taka inn nýja menn þar sem aðrir eldri voru að hætta og ég er ótrúlega ánægð með þetta. Þarna þarf maður að sanna að maður hafi virkilegan áhuga á faginu og hafi auk þess góðar hugmyndir og sé góður vinnukraftur, sem ég tel mig vera." Lestu ítarlegt viðtal við Hrefnu Rósu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Matur Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið