Kýótó bókunin orðin að lögum 16. febrúar 2005 00:01 Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni." Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni."
Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira