Erlent

Upplýsingar um brot Írana

MYND/AP
Bandaríkjamenn krefjast þess að Alþjóða kjarnorkumálastofnunin veiti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna upplýsingar um brot Írana á kjarnorkusáttmálum og segir sendiherra Bandaríkjanna við stofnunina að henni beri skylda til þess að gera ráðinu viðvart. Sendiherrann, Jackie Sanders, segir að öryggisráðið hefði þá vald til þess að krefjast þess að Íranar hættu úranauðgun og endurvinnslu plútons en stjórnvöld í Teheran hafa þegar sagst ætla að hætta því. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að Íranar vinni með leynd að þróun kjarnorkuvopna en Íranar harðneita því og segja kjarnorkuáætlun landsins einungis til þess ætlaða að framleiða raforku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×