Erlent

Dómari í máli Saddams drepinn

Dómari í máli Saddams Hússeins og tveir aðstoðarmenn hans voru drepnir í gær. Þrettán liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásir í Írak í morgun. Dómarinn og sonur hans, sem einnig er lögmaður og tengist dómstólnum, voru skotnir til bana fyrir utan heimili þeirra í Bagdad. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort að morðið tengist réttarhöldunum yfir Saddam Hussein eða samstarfsmönnum hans. Fjölmargir dómarar og lögfræðingar hafa verið drepnir í Bagdad undanfarna mánuði en þetta er í fyrsta sinn sem uppreisnarmenn beina spjótum sínum að dómstólnum sem á að rétta yfir Saddam. Alls koma yfir fimmtíu dómarar, lögmenn og rannsóknarmenn að starfi dómstólsins. Írakska lögreglan vinnur að rannsókn málsins. Tvær sprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í morgun. Þrettán fórust í annarri þeirra sem gerð var á ráðningarstöð írakska hersins. Sex hermenn féllu og þrjátíu og átta særðust. Skömmu síðar var bílsprengja sprengd í nánd við írakska hervagnalest. Þar fórust sjö og tveir særðust.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×