Innlent

Engin samkeppni á lyfjamarkaði

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir enga samkeppni á lyfjamarkaði á Íslandi. Samkeppnislögin séu mjög ströng hvað varðar markaðsráðandi fyrirtæki. Hún segir Samkeppnisstofnun hins vegar ekki fyrir verkum. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 á föstudag í síðustu viku hefur Actavis níutíu og þriggja prósenta markaðshlutdeild á samheitalyfjamarkaði. Fyrirtækið veltir um einum og hálfum milljarði á Íslandsmarkaði, þar af er Tryggingastofnun stærsti viðskitpavinurinn en stofnunin endurgreiddi 700 milljónir til viðskiptavina sinna vegna lyfja frá Actavis. Þar á bæ eru menn hinsvegar óhressir með lítinn verðmun á samheita og frumlyfjum og telja það einsdæmi í heiminum, enda eru dæmi um að lyf frá Actavis séu seld hér á sex sinnum hærra verði en í Danmörku þar sem er mikil samkeppni á lyfjamarkaði. Forstjóri Tryggingastofnunar sagði í dag að stofnunin væri reiðubúin að afhenda Samkeppnisstofnun öll gögn vegna málsins, yrði það tekið til rannsóknar. Valgerður segir að miðað við þessar fréttir vanti nokkuð upp á að það ríki samkeppni á lyfjamarkaði. Hún bendir á að samkeppnislögin séu mjög ströng hvað varði markaðsráðandi fyrirtæki og það sé hlutverk Samkeppnisstofnunar að hafa eftirlit með markaðinum. „Eins og ég hef margoft tekið fram þá eru samkeppnisyfirvöld algjörlega sjálfstæð þannig að þau lúti fyrirmælum úr ráðuneytinu,“ segir viðskiptaráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×