Innlent

Febrúar var óvenju snjóléttur

"Óvenju snjólétt var á landinu og sérstaklega um norðanvert landið," segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veður í febrúar. Hann nefnir sem dæmi um þetta að aðeins hafi orðið alhvítt á Akureyri þrjá daga í mánuðinum og snjódýpt mest mælst fimm sentimetrar. Meðalhitinn á Akureyri var 2,3 stigum yfir meðallagi og 1,1 stigi yfir meðallagi í Reykjavík. Úrkoma mældist 105 millimetrar í Reykjavík, það er 46 prósentum yfir meðallagi en á Akureyri var úrkoma aðeins fjórðungur meðaltalsúrkomu í febrúar og hefur ekki verið minni frá 1986.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×