Detroit 2 - Philadelphia 0 27. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira