Jackson fundar með Bryant

Samkvæmt nýjustu fregnum frá Bandaríkjunum gætu unnendur körfuboltans átt von á að sjá Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara allra tíma, leggja leið sína á ný í NBA-körfuboltann. Jackson, sem vann þrjá titla með Los Angeles Lakers og sex með Chicago Bulls, átti nýlega fund við Isiah Thomas, forseta New York Knicks, en Jackson lék með liðinu á sínum yngri árum. Næsta á dagskrá hjá þjálfaranum knáa er fundur með Kobe Bryant, leikmanni Lakers, en hið stirða samband þeirra er það eina sem stendur í vegi fyrir endurkomu Jackson til Los Angeles.