Denver heimtar virðingu 27. apríl 2005 00:01 Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl. NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl.
NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira