Lífið

Feng Shui er lífstíll

"Feng Shui er 3000 ára gömul kínversk fræði og í rauninni mun víðtækari en margir halda," segir Sigrún Vala Valgeirsdóttir hjá Feng Shui húsinu á Laugaveginum. "Með því að nota rétta liti og rétt efni á hverju svæði fyrir sig er hægt að koma jafnvægi á allt lífið því hvert svæði táknar eitthvað ákveðið í lífinu." Sigrún Vala segir að hægt sé að byrja á Feng Shui á einfaldan hátt en í rauninni séu margir skólar í þessum fræðum. Hún hefur tileinkað sér áttavitaskólann sem snýst um að setja áttirnar inn í heimilið og laga til eftir þeim. "Ég byrjaði á þessum fræðum fyrir fimm árum og ég veit að þetta svínvirkar. Þetta er samt engin skyndilaust en ef fólk gefur þessu tíma þá sér það mun," segir Sigrún Vala og útskýrir: "Ef þú vilt fá ákveðið starf, settu þá mynd af þér í starfinu í rétt horn og passaðu að gera hornið fínt. Hafðu alltaf ljós, kerti og blóm og svo kemur að því að þú ert komin í draumastarfið. Á sama hátt er hægt að nýta þetta til að ná í maka." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.