Lífið

Einfaldleikinn alsráðandi

"Í dag fær einfaldleikinn oftast að ráða þar sem stálið og glerið er vinsælast," segir Kjartan Óskarsson innanhússarkitekt  og lýsingarhönnuður og bætir við að kristallinn hafi einnig verið vinsæll í vetur sem og ljós frá sixties tímabilinu. "Heimilislýsing í dag er margvísleg og hvert rými með mismunandi þarfir. Þarfir hvers rýmis og tíska ræður hvar ljósin henta hverju sinni en þar sem lýsingin skiptir miklu máli á nútíma heimilum, erum við óhræddir að blanda saman ólíkum tegundum af lýsingu til að ná sem besta og þægilegasta heildarsvip heimilisins," segir Kjartan sem starfar hjá Rafkaupum. Samkvæmt Kjartani leitast flestir eftir innfelldri halógenlýsingu sem hefur þróast mikið síðustu árin og úrvalið af innfelldum ljósum stóraukist. Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×