Innlent

Tímamótajafnréttisdómur

Hæstiréttur staðfesti að starf kvenkyns deildarstjóra á félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Dómurinn gæti hugsanlega haft áhrif á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður taldar jafn verðmætar sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði," segir Sif. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. "Almennt skortir aðferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferðafræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir háskólamenntaðs fólks gætu borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt," segir Gísli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×