Ciudad Real ekki í úrslit bikars

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real féllu í gærkvöld úr leik í spænsku bikarkeppninni í handknattleik þegar þeir biðu lægri hlut fyrir bikarmeisturum Valladolid, 34-31, í undanúrslitum. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum. Barcelona sigraði Ademar Leon 33-28 og mætir Valladolid í úrslitum um Konungsbikarinn.