Skrautsteypan í stíl við húsin 25. apríl 2005 00:01 Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu. Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fleiri fréttir Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Sjá meira
Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu.
Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fleiri fréttir Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Sjá meira